Skömm okkar er mikil.

Hæstiréttur dæmdi Kaupfélagi Kjalarnesþings í vil sl. föstudag vegna tilraunar Mosfellsbæjar til útburðar af leigulóðum þess fyrrnefnda. Það er alltaf fagnaðarefni þegar réttlætið hefur sigrað. Þó má segja að ég skammast mín fyrir það að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi farið svona fram gegn lögaðila í bæjarfélaginu sem á sér rúmlega 50 ára sögu atvinnurekstrar.

Forsagan er deila hlutaðeigandi vegna lóða í miðbæ bæjarins en Mosfellsbær ætlaði að taka lóðir lögaðilans án bóta og ganga þannig í raun gegn stjórnarskrá vörðum eignarrétti.

 Þetta er fjórða skiptið sem bærinn tapar í máli þessu gegn Kaupfélaginu. Fyrst tapaði Mosfellsbær einhliða riftun lóðarleigusamnings sem hafnað var af Sýslumanni,  síðan staðfesti Héraðsdómur höfnun Sýslumanns, þá fór Mosfellsbær í útburðarmál fyrir Héraðsdómi sem tapaðist og nú síðast tapaði Mosfellsbær málinu fyrir Hæstarétti.

Undirritaður reyndi að telja bæjarstjórn hughvarf með tillögu um að draga ákvörðun bæjarráðs um áfrýjun til baka en meirihluti bæjarstjórnar felldi tillöguna á 534 fundi sínum þann 21.apríl sl.

Hugmynd meirihlutans um að reisa kirkju og menningarhús í uppnámi.
Ég velti því fyrir mér hvort nokkur staðar á byggðu bóli hafi veri staðið að verki eins og í Mosfellsbæ. 
Fyrst er skrifað undir viljayfirlýsingu milli sóknarnefndar og Mosfellsbæjar, þá er farið í verðlaunasamkeppni um byggingu kirkju og menningarhús og í það eytt 8 milljónum í verðlaunafé. Svo ekki sé talað um lögfræðikostnaðinn en hann hlýtur að vera þó nokkrar milljónir í það heila. Hefði ekki verð betra að tryggja lóðina áður en farið var í verðlaunasamkeppni sem sniðin var að lóðinni! 


 

Það er engin deila um það að samfélaginu vantar kirkju og verð ég fyrsti maður til að leggja byggingunni lið.
Ég minni á að við eigum marga fallega staði fyrir kirkju í Mosfellsbæ, margir hafa nefnt lóðina þar sem Bæjarleikhúsið er í dag, en frá upphafi höfum við B-lista bent á þennan fallega stað í jaðri miðbæjarins..
Þá er má líka rifja það upp að bæjarstjórn hafnaði tillögu um að bæjarbúar fengju að kjósa um staðsetningu kirkju.

Nú vona ég að við sjáum sóma okkar í að semja við lóðarleiguhafann og vanda vinnubrögðin í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband