Áframhaldandi meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Vinstri Grænna.

Vinstri Grænir til fóta í hjónasæng Sjálfstæðismanna.  

Það vekur athygli að í fréttatilkynningu sem kynningarfulltrú Mosfellsbæjar sendir út fyrir meirihluta Sjálfstæðismanna og Vinstri Grænna undir merkjum bæjarins er ráðist á nýliðana í bæjarstjórn Íbúahreyfinguna með dylgjum og aðdróttunum.  Meirihlutinn gerir Íbúahreyfinguna að blóraböggli fyrir því að ekki tókst að mynda breiða samstöðu í bæjarstjórn þar sem öll dýrin í skóginum áttu að vera vinir.

Eftir því sem ég hef fregnað þá var samstarfstilboðið afar einhliða og gekk í meginatriðum út á að framboðin ynnu saman að aðeins tveimur málum þ.e. móta lýðræðisstefnu og að fjárhagsáætlunargerð.  Í staðin áttu framboðin tvö S og M- listi að fá áheyrnafulltrúa í þeim nefndum sem þeir náðu ekki manni inn í.

Tilboðið bar lítinn vott um raunverulegan samvinnu. Raunverulegt tilboð hefði getað hljóðað uppá samstjórn allra flokka með hag íbúanna að leiðarljósi.  Í yfirlýsingur frá Íbúahreyfingunni segir m.a. “Íbúahreyfingin tók vel í þá hugmynd og lagði til á grundvelli hennar að mynduð yrði samstjórn allra framboða um rekstur bæjarins því fjárhagsáætlun væri grundvallarplagg hvað varðar stefnumörkun í rekstri sveitarfélagsins.  Næðist ekki samstaða um samstjórn lýsti Íbúahreyfingin sig engu að síður jákvæða gagnvart hugmyndum meirihlutans með ákveðnum breytingum.  Ekki var tekið vel í hugmyndir Íbúahreyfingarinnar af hálfu Sjálfstæðisflokksins og því strönduðu viðræður um samvinnu.”  

Sorgleg aðför Vinstri Grænna að lýðræðinu.

Það er í raun dapurlegt að sjá Vinstri Græna ætla að leggjast svo lágt að skríða uppí til fóta í hjónarúm Sjálfstæðismanna í stað þess að veita meirihlutanum málefnalegt aðhald í minnihluta eins og þeim ber siðferðisleg skylda til.  Með þessu samkrulli tryggja þeir meirihlutanum fjóra af fimm nefndarmönnum og hefta þar með lýðræðislega umræðu og eðlilega dreifingu nefndarsæta til minnihlutans. 

Íbúum ætti því að vera ljóst í næstu kosningum að atkvæði greitt VG er í raun atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband