Er framtíðarsýn meirihlutans tálsýn ein?

Réttara og gagnsærra hefði verið að setja fram þriggja ára áætlunina án byggingarréttar og fagna því frekar ef úr rættist.

Þann 10. febrúar síðastliðinn var þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar til umfjöllunar í bæjarstjórn. Ein af megin forsendum þriggja ára áætlunar sveitarfélaga er spá um íbúaþróun og nýbyggingar auk áætlunar um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins. Þannig er þriggja ára áætlunin í raun framtíðarsýn meirihlutans til næstu þriggja ára.Í áætluninni tel ég gæta óhóflegrar bjartsýnihjá meirihlutanum og þessa liði talsvert ofmetna og því áætlunin tálsýn ein.

Í spá um íbúaþróun og nýbyggingar gætir einnig fullmikillar bjartsýni hjá meirihlutanum. Því má reikna með að einstaka liðir áætlunarinnar s.s. eins og tekjuliðir séu þar af leiðandi ofáætlaðir ogþví allt eins víst að um frávik verði frá áætlaðri rekstarniðurstöðu þegar upp verður staðið.

Við umræðu þriggja ára áætlunar fyrir ári síðan gerði ég athugasemd við áætlaða sölu byggingarréttar m.a. fyrir árið 2010. Áætlaði meirihlutinn þá 125 milljónir í sölu byggingarréttar en sami meirihluti taldi rétt að taka hann út nokkrum mánuðum síðar við gerð fjárhagsáætlunar 2010.
Enn á ný er sala byggingarréttar sett inn í áætlun sveitarfélagsins 100 milljónir fyrir 2011, 150 milljónir fyrir 2012 og 200 milljónir fyrir 2013. Þrátt fyrir að fátt bendi til þess að eftirspurn sé að aukast á byggingarmarkaði. Þetta sést best á niðurstöðum fundar um þessi mál á vegum VFÍ/TFÍ í lok árs 2009. Því má segja að þriggja ára áætlunin sé fegruð um 450 milljónir með því að setja inn sölu á byggingarrétti. Réttara og gagnsærra hefði verið að setja fram áætlunina án byggingarréttar og fagna því frekar ef úr rættist.

Rekstarniðurstaða áætlunarinnar
án byggingarréttar er 22 milljónir 2011 +39 milljónir 2012 og +110 milljónir 2013 ef hinsvegar er reiknað með að minni fjölgun íbúa lítur dæmið mun verr út. Áætlunin er því lítið meira en þriggja ára loforð um tekjur sem ekki eru miklar líkur á að eigi eftir að skila sér í bæjarsjóð.

Mikilvægt er að meirihlutinn hverju sinni leggi fram trúverðug gögn sem eru yfir gagnrýni hafin en líkja má sölu byggingarréttar í áætlunum við núverandi aðstæður saman við spákaupmennsku þá sem viðgekkst fram að hruni. Þá má geta þess að drög að aðalskipulagi sem skipulags og byggingarnefnd Mosfellsbæjar vinnur nú að gera vart ráð fyrir jafn mikilli uppbyggingu í sínum spám nema ef litið er til efri marka í mannfjöldaspár næstu 7-9 árin. Ennfremur má benda á að nýleg mannfjöldaspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir fækkun á árunum 2009-11 en hægari fjölgun eftir það en gert var ráð fyrir í fyrri spám stofnunarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband