Marteinn Magnússon
Félagsstörf og áhugamál:
Er bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði auk þess á ég sæti i skipulagsnefnd. Hóf störf að bæjarmálum 2002 var þá varabæjarfulltrúi auk þess að sitja í fjölskyldunefnd og heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Þá hef ég talsverða reynslu af atvinnu- og íþróttamálum. Hef setið í ýmsum stjórnum hlutafélaga og í nefndum og stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar ss. eins og í stjórn Glímudeildar KR. Varamaður í stjórn Glímusambandsins Íslands, formaður hestamannafélagsins Harðar og í stjórn landliðsnefndar Landasambands hestamannafélaga ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum.
Helstu áhugamál fyrir utan stjórnmál eru hestamennska, útivist, gönguferðir og lestur góðra bóka.
Helstu áherslur:
Ég vil beita mér fyrir bættu siðferði, heiðarleika og gegnsæi. Bættri stjórnsýslu og tryggja jafnræði meðal bæjarbúa.
Öflug atvinnustefna er ein af grundvallarstefnum Framsóknarflokksins og tel ég mjög mikilvægt að við eflum atvinnulíf í Mosfellsbæ því sterkt atvinnulíf í nærsamfélaginu þýðir aukin lífsgæði íbúanna.
Mikilvægt er að verja hagsmuni barnafjölskyldna í Mosfellsbæ, málefni fjölskyldunnar, félagsmál og jöfnuður eru mér ofarlega í huga.